Styrkja sveitina

Starf Hjálparsveitar skáta í Kópavogi er byggt upp af sjálfboðaliðum. Til að standa straum af rekstri sveitarinnar, fjármagna tækjakaup, endurnýja búnað, þjálfa nýja félaga, endurmennta hina reyndari og viðhalda húsnæði sveitarinnar þurfa félagar sveitarinnar að afla fjár með ýmsum hætti.

Flugeldasala í kringum hver áramót er helsta tekjulind sveitarinnar. Þá sinna félagar gæsluverkefnum og selja Neyðarkallinn.

Frjáls framlög

Við tökum við styrk með greiðslukorti í gegnum heimasíðu Slysavarnafélagsins Landsbjargar.

Styrkja með greiðslukorti

Einnig er hægt er að leggja sveitinni lið með beinum hætti með millifærslu í banka eða heimabanka.

Reikningsnúmer: 0322 - 26 - 445
Kennitala: 410271 0289

Neyðarkall björgunarsveitanna

Neyðarkall björgunarsveitanna er fjáröflun sem stendur í þrjá daga einusinni á ári, nýr björgunarsveitarmaður á hverju ári.

Kaupa neyðarkall

Minningarkort

Hægt er að senda minningarkort og heita á hjálparsveitina í leiðinni í gegnum heimasíðu Slysavarnafélagsins Landsbjargar.

Senda minningarkort Minningarkort

Heillaskeyti

Hægt er að kaupa heillaskeyti og styrktja þar með Hjálparsveitar skáta í Kópavogi í gegnum heimasíðu Slysavarnafélagsins Landsbjargar.

Senda heillaskeyti

Heillaskeyti

Hjálparsveit skáta í Kópavogi