Afmælishátíð í Smáralind samhliða sölu á Neyðarkalli

Neyðarkall björgunarsveitanna 2019

Dagana 31. október til 2. nóvember verður árleg sala Neyðarkallsins sem er ein af okkar mikilvægustu fjáröflunum. Í ár fagnar Hjálparsveit skáta í Kópavogi 50. ára afmæli sínu en stofnfundur sveitarinnar var haldinn 4. nóvember árið 1969.

Af því tilefni ætlum við að vera með afmælishátíð í Smáralind samhliða sölu á Neyðarkallinum. Þar verður hægt að skoða hluta af búnaði sveitarinnar og um leið fræðast um okkur bæði frá félögum sem og ljósmyndum úr starfi. Það verður eitthvað í boði fyrir alla, unga sem aldna, og hvetjum við því alla til að gera sér ferð í Smáralindina.

Eins og áður segir verða félagar sveitarinnar að selja Neyðarkalla á fjölmörgum stöðum í Kópavogi og er söluverðið 2500kr. Einnig geta fyrirtæki og aðrir velunnarar keypt stóran Neyðarkall, endilega sendið okkur skilaboð ef þið hafið áhuga á slíkum kaupum. Neyðarkallinn í ár er með nýjustu tækni í höndunum, dróna, sem getur komið að góðum notum í ýmsum verkefnum sem björgunarsveitir sinna.

Við hlökkum til að sjá sem flesta um helgina!

Stóri neyðarkallinn 2019

Deila fréttinni

Nýjustu fréttir

Hjálparsveit skáta í Kópavogi